Frítt sölumat

Sértu að fara að selja, veitum við þér ráðgjöf og verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Aðeins eitt gjald

Þóknun fyrir sölu fasteignar í einkasölu er 1,95% af söluverði auk vsk.
Þóknun fyrir sölu fasteignar í almennri sölu er 2,50% af söluverði auk vsk.
Ekki eru innheimt önnur gjöld vegna sölumeðferðar Nýhafnar.

Verðskrá

Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 56.000.- m /vsk fyrir umsýslu fasteignasölunnar sem m.a. innifelur ýmiskonar ráðgjöf og aðstoð við kauptilboðsgerð, öflunar gagna frá bankastofnun ásamt þinglýsingarmeðferð kaupsamnings og afsals.

Aðstoð og/eða skjalafrágangur

Aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup fasteigna kostar kr. 186.000- m/vsk.

Sala atvinnuhúsnæðis

Einkasala 2,5% af söluvirði auk vsk.
Almenn sala 3,0% af söluvirði auk vsk.

Verðmat fyrir lánastofnanir

Sértu að endurfjármagna lán og þarft verðmat fyrir viðkomandi lánastofnun þá kostar vinna við þesskonar verð kr 27.900 m/vsk.

Félög og atvinnufyrirtæki

Þóknun fyrir sölu félaga og atvinnufyrirtækja er 5% af heildarsölu, þ.m.t. birgðir auk vsk.

Þjónusta fasteignasala

Tímagjald löggilts fasteignasala er kr 22.900 auk vsk.
Þóknun fyrir að koma á og ganga frá leigusamningi er að lágmarki sem nemur einum leigumánuði. Sé leigusamningur til fimm ára eða lengur er þóknun tveir leigumánuðir.

Öll þjónusta vegna fasteignatengdra viðskipta er með 24% vsk.

Innifalið í þjónustu Nýhafnar

Starfsfólk Nýhafnar skipuleggur opin hús og sýnir eignina.

Metnaðarfull fagljósmyndun eigna.

Óháð söluskoðun Frumherja, til að tryggja örug og ánægjuleg viðskipti, frítt fyrir okkar viðskiptavini.

Með vönduðu og skipulögðu vinnuferli tryggjum við að eignin fái þá athygli sem hún á skilið.

Nákvæmir greiðsluútreikningar til viðskiptavina.

Full þjónusta við gagnaöflun, skjalagerð og lánaumsýslu.

Við auglýsum eignina á öllum helstu vefmiðlum þér að kostnaðarlausu.

Við aðstoðum þig við að finna nýja eign.

Að auki bjóðum við frítt

Óháð söluskoðun Frumherja, til að tryggja örug og ánægjuleg viðskipti, frítt fyrir okkar viðskiptavini.

Mun ítarlegri og nútímalega hönnuð söluyfirlit fyrir eignina þína.

Sjálfvirkar rafrænar sendingar söluyfirlita af helstu fasteignavefjum landsins.