Gjaldskrá
Jarðasala
Þóknun fyrir sölu jarða í einkasölu er 2,50% af söluverði auk vsk.
Þóknun fyrir sölu jarða í almennri sölu er 3,75% af söluverði auk vsk.
Kostnaður við verðmat jarða og bygginga á þeim fer eftir stærð þeirra og umfangi.
Sala fasteigna
Þóknun fyrir sölu fasteigna í einkasölu er 1,95% af söluverði auk vsk.
Þóknun fyrir sölu fasteigna í almennri sölu er 2,50% af söluverði auk vsk.
Ekki eru innheimt önnur gjöld vegna sölumeðferðar Nýhafnar.
Kauphjálp
Ertu að kaupa á annarri fasteignasölu en Nýhöfn? Þá þarftu kauphjálp.
Gjaldið fyrir þessa aðstoð er EKKERT ef Nýhöfn selur fasteignina þína.
Þurfir þú ekki að selja eign getur þú engu að síður fengið kauphjálp gegn tímagjaldi.
Önnur þjónusta
Sala atvinnuhúsnæðis
Þóknun fyrir sölu á atvnnuhúsnæði í einkasölu er 2,5% af söluvirði auk vsk.
Þóknun fyrir sölu á atvnnuhúsnæði í almennri sölu er 3,75% af söluvirði auk vsk.
Aðstoð og/eða skjalafrágangur
Aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup fasteigna kostar kr. 186.000- m/vsk.
Verðmat fyrir lánastofnanir
Verðmat fyrir lánastofnun kostar kr 27.900 með vsk.
Félög og atvinnufyrirtæki
Þóknun fyrir sölu félaga og atvinnufyrirtækja er 5% af heildarsölu, þar með talið birgðir auk vsk.
Kaupandi fasteignar
Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 56.000.- m /vsk fyrir umsýslu fasteignasölunnar sem m.a. innifelur ýmiskonar ráðgjöf og aðstoð við kauptilboðsgerð, öflunar gagna frá bankastofnun ásamt þinglýsingarmeðferð kaupsamnings og afsals.
Þjónusta fasteignasala
Tímagjald löggilts fasteignasala er kr 22.900 auk vsk. Þóknun fyrir að koma á og ganga frá leigusamningi er að lágmarki sem nemur einum leigumánuði. Sé leigusamningur til fimm ára eða lengur er þóknun tveir leigumánuðir.
Öll þjónusta vegna fasteignatengdra viðskipta er með 24% vsk.